Ungur ökumaður fór útaf veginum við framúrakstur skammt frá Hólmavík dag. Tók hann framúr bíl við tæpar aðstæður og fór út í lausamöl og endasendist útaf veginum skömmu eftir að hafa farið framúr bílnum fyrir framan sig. Ökumaður hlaut skrámur í andliti og farþegi mun hafa tognað í baki en ekki alvarlega.
Lögreglan telur hann heppinn að hafa ekki velt bílnum en hann ók á girðingu og fékk hana inn í vélarrýmið. Talið er að bíllinn sé ónýtur.
Lögreglan sér ástæðu til að benda fólki á að fara varlega í framúrakstri og eins þeim sem ekið er framúr að gefa gott pláss og slá af.