Líkamsárás í Austurstræti

Í Reykjavík var einn maður barinn illa í Austurstræti í nótt og var hann fluttur á slysadeild með höfuðáverka og gista tveir menn í fangageymslu lögreglunnar grunaðir um verknaðinn. Sjö manns voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni og sást til tveggja manna sem brotist höfðu inn í stofnun við Suðurlandsbraut í nótt, þeir náðust ekki og ekki er talið að þeir hafi haft mikið upp úr krafsinu. Tíu manns gista nú fangageymslur lögreglunnar eftir nóttina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert