Sæludagar í Vatnaskógi ganga vel

Regnhlífar hafa komið í góðar þarfir á hátíðum verslunarmannahelgarinnar. Þessi …
Regnhlífar hafa komið í góðar þarfir á hátíðum verslunarmannahelgarinnar. Þessi mynd var tekin í Galtalæk í gær. mbl.is/Golli

Sæludagar KFUM og KFUK í Vatnaskógi hafa gengið vel fyrir sig, Haukur Árni Hjartarson mótsstjóri var mjög ánægður með þessa verslunarmannahelgi. Í gær voru tónleikar með KK og Ellen og allt hefur farið fram sem best má vera. „Hér eru um sjö hundruð manns og von á kannski tvö hundruð í kvöld.,” sagði Haukur Árni. „Fólk er á öllum aldri, mest er þetta fjölskyldufólk og það hefur ekki sést opin bjórdós,”sagði Haukur Árni. Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít spilaði á unglingadansleik í gærkvöldi og vakti mikla lukku. Í kvöld verður varðeldur og Örn Árnason ætlar að sprella eitthvað fyrir mótsgesti.

„Það er mikið rennsli á fólki, við erum svo nálægt bænum að fólk kemur til að sjá einstaka viðburði,” sagði Haukur Árni að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka