Eiturlyf fundust við húsleit

Lögreglan þarf að taka á ýmsum málum.
Lögreglan þarf að taka á ýmsum málum. mbl.is/Júlíus

Lögregla var tvisvar kölluð til vegna hávaða í samkvæmi sem truflaði nágranna í Bryggjuhverfi í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt. Hávaðinn minnkaði ekki eftir heimsókn lögreglu og var því gerð húsleit við seinni heimsóknina og fundust þá fíkniefni og hnúajárn. Það var hass, amfetamín og lyf í töfluformi sem lögreglan í Reykjavík fann. Tíu manns úr samkvæminu gista nú fangageymslur lögreglunnar og bíða yfirheyrslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert