Sæunn Stefánsdóttir var í dag kosinn ritari Framsóknarflokksins en Sæunn fékk 75,43% atkvæða. Haukur Logi Karlsson fékk 14,19% atkvæða. Tveir frambjóðendur: Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson, hættu við framboð rétt áður en kosning hófst og hvöttu til þess að fulltrúar á flokksþinginu kysu Sæunni þar sem tveir karlar á sextugsaldri skipuðu forystu flokksins eftir að Jón Sigurðsson var kosinn formaður Framsóknarflokksins fyrr í dag og Guðni Ágústsson endurkjörinn varaformaður.