Maður var stunginn með hnífi í Reykjavík í nótt, en að sögn lögreglu var það lán í óláni að hann hlaut ekki mikil meiðsl. Atburðurinn átti sér stað um tvöleytið í austurborginni og skömmu síðar náðist árásarmaðurinn skammt frá heimili sínu. Hann reyndi að flýja, en lögreglumenn hlupu hann uppi.
Árásarmaðurinn er í varðhaldi og verður yfirheyrður síðar í dag og málið rannsakað nánar. Ekki liggja enn fyrir upplýsingar um aðdraganda árásarinnar.