Jóhann Ársælsson: Sáttur við þá niðurstöðu sem ég hef komist að

Jó­hann Ársæls­son, fyrsti þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi, til­kynnti á kjör­dæm­is­fundi flokks­ins á Ísaf­irði í dag að hann ætli ekki að gefa kost á sér til áfram­hald­andi þing­mennsku. “Það er nú bara þannig að ég er bú­inn að vera býsna lengi í póli­tík fyrst með Alþýðubanda­lag­inu og síðan Sam­fylk­ing­unni en ég fékk mitt fyrsta póli­tíska hlut­verk er ég sett­ist í bæj­ar­stjórn á Akra­nesi árið 1974.,” sagði Jó­hann er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í dag. “Ég er því mjög sátt­ur við þá niður­stöðu sem ég hef kom­ist að. Ég gerði þetta upp við mig fyr­ir nokkru þó ég hafi valið að gera grein fyr­ir því í dag þannig að ég hef haft góðan tíma til að hugsa þetta mál."

Spurður um það hvað taki við sagði Jó­hann að hann ætti enn það verk­efni fyr­ir hönd­um að fella rík­is­stjórn­ina næsta vor. Hann ætli að vinna að því en eft­ir það verði hann frjáls til að finna sér sinn eig­in far­veg og þá verði póli­tík aft­ur hans helsta áhuga­mál eft­ir að hafa verið at­vinna hans í rúm þrjá­tíu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert