Hingað til hafa einungis allsherjargoði og staðgengill hans haft réttindi til að gefa fólk saman í hjónaband, en nýlega veitti Dómsmálaráðuneytið þremur nýjum goðum vígsluréttindi. Goðar ásatrúarfélagsins eru 8 talsins.
Hilmar Örn Hilmarsson Allsherjargoði
Jónína K. Berg Þórsnesingagoði, staðgengill allsherjargoða
Baldur Pálsson Freysgoði
Eyvindur P. Eiríksson Vestfirðingagoði
Haukur Halldórsson Reykjanesgoði
Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði
Sigurjón Þórðarson Hegranesgoði
Tómas Albertsson Seiðgoði
Það er yfirlýst stefna Ásatrúarfélagsins, að geta þjónustað allt landið. Þess vegna er það okkur mikið gleðiefni, að innan raða trúarlegra embættismanna félagsins skuli nú vera fullgildur goði með vígsluréttindi utan Reykjavíkur og nágrennis. Ásatrúarfélagið stefnir að því, með tíð og tíma, að slíka goða verði að finna um land allt, að því er segir í fréttatilkynningu.
Félagar í Ásatrúarfélaginu eru á ellefta hundrað. Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins verður haldið 28. október nk.