Jónína Rós Guðmundsdóttir gefur kost á sér á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Jónína Rós Guðmundsdóttir
Jónína Rós Guðmundsdóttir

Jónína Rós Guðmundsdóttir framhaldsskólakennari á Egilsstöðum gefur kost á sér í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Hún skipaði 6. sæti lista flokksins í kosningunum 2003.

Jónína er í stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar og er formaður Samfylkingarfélagsins á Héraði. Hún situr í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs og og er formaður Skipulags- og byggingarnefndar sveitafélagsins. Helstu pólitísku áherslur eru tengdar skólamálum, velferðarmálum og byggðamálum þar sem jöfn tækifæri allra óháð búsetu, kynferði, kynstofni og efnahag eru leiðarljósið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert