Tvisvar ekið á vegfarendur við Miklubraut í morgun

Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.
Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. mbl.is

Ekið var á tvo menn á gangi við Miklubraut í morgun. Um kl. 8 í morgun var ekið á annan vegfaranda á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Sá var fluttur á slysadeild með einhverja áverka en þeir eru ekki taldir alvarlegir. Í seinna skiptið var það við Reykjahlíð um kl. 8.30. Ekki er ljóst að svo stöddu hversu mikið sá meiddist en hann er til skoðunar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Hluta Miklubrautar var lokað í austurátt frá Snorrabraut og verður lokað til um það bil 9.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert