Hæsta torgtré sem fellt hefur verið á Íslandi

Jólatréð sem búið er að reisa við Blómaval í Skútuvogi er stærsta íslenska jólatréð sem fellt hefur verið hér á landi að sögn Hreins Óskarssonar, skógarvarðar á Suðurlandi, sem sá um að velja og fella tréð.

Þetta tré sem er sitkagreni, um 16,80 metrar að hæð, var fellt í skógarlundi við Kirkjubæjarklaustur, en þar við Systrafoss gróðursetti fjölskyldan á Klaustri mikið af trjám sem í dag prýða staðinn. Þetta tré mun hafa verið gróðursett um eða upp úr 1950, en þurfti nú að víkja vegna útsýnis að Systrafossi. Í staðinn verður komið upp áningarstað fyrir ferðamenn í þessum fagra lundi fyrir andvirði trésins, segir í fréttatilkynningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert