80-100 mótmæltu árásum Ísraels á Gaza við utanríkisráðuneytið

mbl.is/Sverrir

Lögreglan telur að 80-100 mótmælendur hafi komið saman í morgun við utanríkisráðuneytið þar sem Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, situr enn á fundi með sendiherra Ísraels, Miryam Shomr. Þar mun utanríkisráðherra ber fram formleg mótmæli vegna árásar Ísraelshers á fjölbýlishús í bænum Beit Hanoun á Gasasvæðinu 8. nóvember s.l. 19 Palestínumenn létu þar lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert