Íslenska kokkalandsliðið fer á heimsmeistaramót

Íslenska kokkalandsliðið heldur til Lúxemborgar á föstudaginn, en þar hefst um helgina heimsmeistaramót í matreiðslu. Mótið fer fram á fjögurra ára fresti, og á síðasta móti lenti íslenska liðið í níunda sæti. Bjarni Gunnar Kristinsson fyrirliði segir að nú sé stefnt að því að gera enn betur. Það eru átta kokkar í liðinu, en alls heldur fimmtán manna hópur utan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert