Titlar erlendra kvikmynda þýddir í tilefni af degi íslenskrar tungu

Sena á og rekur Smárabíó, Regnbogann og Borgarbíó.
Sena á og rekur Smárabíó, Regnbogann og Borgarbíó. mbl.is/Golli

Sena ætlar á morgun að þýða titla þeirra erlendu kvikmynda sem sýndar eru í kvikmyndahúsum fyrirtækisins, í tilefni af degi íslenskrar tungu. Kvikmyndin Fearless mun t.d. heita Óttalaus! Á morgun mun Sena hrinda af stað könnun á www.bio.is um það hvort fólk vilji framvegis að titlar erlendra kvikmynda verði þýddir á íslensku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert