Strokufanginn Ívar Smári Guðmundsson, sem strauk frá gæslumönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, gaf sig fram við fangelsið að Litla Hrauni í morgun. Ívar Smári afplánar tuttugu mánaða dóm vegna fíkniefnabrota en var í héraðsdómi síðastliðinn þriðjudag vegna annarra afbrota.