Egilsstaðir - Kaupmannahöfn tvisvar í viku

Eft­ir Agnesi Braga­dótt­ur agnes@mbl.is

"Við höf­um tekið ákvörðun um að hefja flug á milli Kaup­manna­hafn­ar og Eg­ilsstaða tvisvar í viku frá 1. júní á næsta ári og við ætl­um að gera þessa til­raun fram á haustið," sagði Matth­ías í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

Matth­ías sagði að flogið yrði á þriðju­dög­um og föstu­dög­um. Farið yrði frá Eg­ils­stöðum um há­deg­is­bil áleiðis til Kaup­manna­hafn­ar en um morg­un­flug yrði að ræða frá Kaup­manna­höfn til Eg­ilsstaða. Í þetta verk­efni yrðu trú­lega notaðar Boeing 737-500- og Boeing 737-700-vél­ar.

Matth­ías sagðist sann­færður um að markaður væri fyr­ir þessa viðbót. "Við höf­um fundið að það er mik­ill áhugi fyr­ir þessu flugi, bæði meðal heima­manna fyr­ir aust­an, er­lendra starfs­manna á svæðinu og einnig í Kaup­manna­höfn, þannig að okk­ur finnst það raun­veru­lega vera þess virði að gera þessa til­raun," sagði Matth­ías.

Aðspurður hvert miðaverðið yrði frá Eg­ils­stöðum til Kaup­manna­hafn­ar og aft­ur heim sagði Matth­ías: "Það verður mjög svipað verð á þess­um ferðum og hef­ur verið í milli­landa­flug­inu hjá okk­ur frá Ak­ur­eyri. Lægsta far­gjaldið aðra leið, með skött­um, verður 7.900 krón­ur. Við byrj­um að selja þess­ar ferðir strax eft­ir helgi."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert