Annasamt var hjá lögreglunni í Reykjavík fram eftir nóttu þrátt fyrir að ölvun var mun minni í nótt heldur en aðfararnótt laugardags, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Talsverður mannfjöldi í miðborginni í nótt. Sex líkamsárásir voru tilkynntar í nótt, flestar minniháttar nema ein en málavextir voru þeir að maður stöðvaði annan í Pósthússtræti til að spyrja til vegar viðskiptum þeirra lauk með áflogum þar sem hluti af eyra spyrilsins var bitið af. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmaðurinn er ófundinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
2 fíkniefnamál komu upp og voru 4 aðilar handteknir og gista nú fangageymslur þeir verða yfirheyrðir með morgninum. 4 ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík í nótt. Umferðarslys varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um klukkan sjö í morgun 4 fluttir á Slysadeild meiðsl talin minniháttar.
Fangageymslur næstum fullar eftir nóttina en ekki alveg. Þar má nefna að 5 gista fangageymslur eftir ölvun og óspektir á almannafæri og 4 vegna fíkniefnamála, að sögn varðstjóra í lögreglunni í Reykjavík.