„Þarna verður að bæta úr, og vinna sem hraðast í því að umferðin verði aðgreind á þessum vegum. Það hefur sýnt sig að eftir breikkun Reykjanesbrautar hefur ekki orðið banaslys vegna framanákeyrslu þar," segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður rannsóknarnefndarinnar. "Á meðan þetta er svona verða áfram svona slys."
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að stefnt sé að því að tvöfalda stofnleiðir út úr Reykjavík, bæði Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Talsvert hefur verið rætt um mögulega einkaframkvæmd á tvíbreikkun Suðurlandsvegar.
Sturla segir að í samgönguáætlun, sem lögð verði fram í janúar, verði tekin bein afstaða til einkaframkvæmdar. "Þar verður væntanlega gefið upp með þann möguleika að við förum í farveg einkaframkvæmdar, sem við höfum ágæta reynslu af úr Hvalfirðinum." Einnig sé þó mögulegt að ríkið taki lán til að hraða framkvæmdunum.
„Ég er mjög áhugasamur um einkaframkvæmd vegna þess að hún getur hraðað framkvæmdunum, það er mikilvægasti kosturinn við hana. Þó að hún geti verið aðeins dýrari til lengri tíma, ef litið er á beinan kostnað, getur minni kostnaður, sem fylgir betri vegum, svo sem í minnkandi tjónum og bættu umferðaröryggi, forsvarað einkaframkvæmdina," segir Sturla.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.