Prestar í Árnesprófastdæmi vilja tvöföldun Suðurlandsvegar

Prestar í Árnesprófastsdæmi skora á viðkomandi yfirvöld að leggja hið snarasta tvær aðskildar akbrautir frá Reykjavík austur á Selfoss. Þeir segja í ályktun vera orðnir langþreyttir langþreyttir að horfa upp á og vinna með afleiðingar hörmulegra slysa með dauðsföllum og varanlegum ævilöngum örkumlum á saklausu fólki og börnum með allri þeirri þjáningu sem fylgir öllum aðilum þessara slysa.

„Er þá ótalið fjárhagstjón sem eflaust er mikið. Við minnum á 5. boðorðið: „Þú skalt ekki mann deyða.”

Að okkar mati gengur ekki lengur að hafa þetta með öðrum hætti en tveimur aðskildum akbrautum þannig að umferð úr gagnstæðum áttum sé aðskilin.

Úlfar Guðmundsson
Gunnar Björnsson
Baldur Kristjánsson
Eiríkur Jóhannsson
Birgir Thomsen
Jón Ragnarsson
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Rúnar Þór Egilsson
Axel Árnason

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert