Ekið með undirskriftir frá Selfossi til Alþingishúss

Ekið verður á morgun frá Selfossi til Reykjavíkur með yfir 25 þúsund undirskriftir og áskorun á Alþingi um tafarlausa tvöföldun Suðurlandsvegar en undirskriftunum hefur verið safnað á netinu undanfarnar vikur.

Í tilkynningu kemur fram, að lagt verði af stað frá Tryggvaskála klukkan 16 í bílalest og eru allir sem vilja fylgja með boðnir velkomnir. Bílalestin verður um 16:15 við Hveragerði og er miðað við að ná áfangastað klukkan 17 við Alþingishúsið þar sem listinn og áskorunin verða afhent þingmönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert