Áhöfn strandaða flutningaskipsins verður sótt með þyrlu

Björgunarsveitarmenn í fjörunni við Sandgerði. Í baksýn sést flutningaskipið á …
Björgunarsveitarmenn í fjörunni við Sandgerði. Í baksýn sést flutningaskipið á strandstað. mbl.is/RAX

Ákveðið hefur verið að áhöfn kýpverska flutningaskipsins Wilson Muuga verði sótt með þyrlu innan stundar. Tólf manns eru í áhöfninni, allt Rússar. Skipið strandaði undan Sandgerði um fjögurleytið í nótt. Skipið hallast ekki á strandstaðnum, en þar er sunnan þrettán til átján og mikið brim. Wilson Muuga er 5.700 tonn og var á leið frá Grundartanga til Múrmansk.

Lík skipverja af danska varðskipinu Tríton, sem lést í morgun, er enn í sjónum skammt undan fjörunni. Búið er að staðsetja það en það hefur enn ekki verið sótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert