Björgunaraðgerðum vegna áhafnar Wilson Muuga er lokið og allar aðgerðir á strandstað munu liggja niðri í nótt, að sögn lögreglu. Ef aðstæður haldast óbreyttar í nótt og skipið verður kyrrt á sama stað í fyrramálið verða undirbúnar aðgerðir til að dæla olíunni úr skipinu í land. Lögregluvakt verður áfram á strandstað.