Búið er að flytja til Reykjavíkur lík mannsins sem lést þegar skipverjar af danska varðskipinu Triton reyndu að fara að flutningaskipinu Wilson Muuga í morgun. Leita þurfti að líkinu tvisvar úr lofti þar sem það rak aftur út í sjó eftir að búið hafði verið að staðsetja það við ströndina í fyrstu.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík eru aðstæður með ágætasta móti eins og er. Stefnt er að því að fækka skipverjum um borð í flutningaskipinu. Líklegt þykir að fjórir verði sóttir á næstunni, en það fer mikið eftir veðri.