Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF er farin í loftið til þess að sækja skipverjana 12 sem eru í flutningsskipinu Wilson Muuga sem strandaði undan Sandgerði í nótt. Björgunarsveitarmenn munu einnig fara um borð í skipið til þess að taka út aðstæður og kanna með hvort bjarga megi skipinu. Þá er verið að sækja lík skipverjans af varðskipinu Tríton sem lét lífið þegar gerð var tilraun til þess að fara að flutningsskipinu í morgun.
Skipið er 3600 lestar og standaði út af Hvalsnesi í Sandgerði upp úr fjögur í nótt. Það er skráð í Kýpur með 12 manna áhöfn og var á leið frá Grundartanga til Murmansk. Áhöfnin er frá Rússlandi, Póllandi og Úkraínu. Skipið var ólestað.