Þriggja skipverja af danska varskipinu Triton er nú leitað á sjó utan við Hvalsnes, þar sem erlent flutningaskip strandaði í morgun. Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta, að sjö danskir sjóliðar hafi farið í sjóinn eftir að léttabát, sem þeir voru í, hvolfdi. Fjórum var bjargað af þyrlusveitum.