Varðskipsmenn af danska varðskipinu Triton fóru í sjóinn; einn beið bana

Björgunarsveitarmenn við strandstaðinn í morgun.
Björgunarsveitarmenn við strandstaðinn í morgun. vf.is/Ellert

Á sjöunda tímanum í morgun freistuðu varðskipsmenn af danska varðskipinu Triton þess að fara að flutningaskipi, sem strandaði nótt undan Sandgerði. Bát þeirra hvolfdi í briminu og fóru átta varðskipsmenn í sjóinn. Áhafnir þyrlnanna fundu mennina í sjónum og voru þeir hífðir um borð og fluttir til Keflavíkur. Einn varðskipsmaðurinn var látinn en hinir eru til skoðunar á sjúkrahúsi. Er einn þeirra sagður vera þungt haldinn, að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Nú á áttunda tímanum fundu áhafnir þyrlnanna mennina í sjónum og voru þeir hífðir um borð og fluttir til Keflavíkur. Einn varðskipsmaðurinn var látinn en hinir eru til skoðunar á sjúkrahúsi. Er einn þeirra sagður vera þungt haldinn.

Hafist verður nú handa við að meta möguleika á björgun flutningaskipsins og verða menn fluttir um borð í það til að meta ástandið. Áhöfn skipsins er ekki talin í mikilli hættu eins og sakir standa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert