Að sögn talsmanns stjórnstöðvar danska sjóhersins héldu tveir félagar Larsens honum uppi í sjónum lengi vel uns þeir örmögnuðust og gátu ekki meira og rak Larsen þá í átt að landi en á þeim tíma mun ekki lengur hafa verið lífsmark með honum.
Tveir áfallasérfræðingar frá danska sjóhernum lögðu af stað til Íslands í gær sem og tveir sjóslysaeftirlitsmenn frá hernum sem eiga að rannsaka slysið og fara yfir atburðina.
Hann segir menn meta áhættuna hverju sinni þegar slík ákvörðun sé tekin og fyrir liggi að það sé aldrei alveg áhættulaust að sigla í gúmmíbáti í vondu veðri. Menn hafi hins vegar metið stöðuna svo að nauðsynlegt væri að reyna að koma skipverjum á Wilson Muuga til hjálpar. Það hafi verið mikið óhapp að drepist hafi á báðum utanborðsvélum björgunarbátsins á svipuðum tíma.