Fundum mennina nokkuð fljótt

Björgunarsveitarmenn í fjörunni þar sem flutningaskipið er á strandstað.
Björgunarsveitarmenn í fjörunni þar sem flutningaskipið er á strandstað. mbl.is/RAX
Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is

Auðunn sagði að þeir hefðu verið á leið út í vél til þess að kanna aðstæður og til að setja mann um borð í flutningaskipið þegar komið hefði tilkynning um að Triton saknaði sjö til átta manna. Þeir hefðu þegar haldið á slysstaðinn og verið komnir þangað um 20 mínútum seinna.

„Við fundum þá nokkuð fljótt eftir að við komum á vettvang. Þeir voru í tveimur hópum. Við fundum fjóra fyrst og fjóra skömmu seinna. Það voru átta í sjónum og þar af einn látinn," sagði Auðunn.

Hann sagði að það hefði auðveldað þeim að finna mennina í sjónum að þeir væru með öfluga nætursjónauka og lítil ljós á björgunarvestum skipbrotsmanna sæjust úr mikilli fjarlægð ef það væri eitthvert skyggni.

Auðunn sagði að þokkalega hefði gengið að ná mönnunum um borð. Hann hefði sigið niður til þeirra og sótt einn sem hefði verið orðinn mjög kaldur og rætt við hina sem voru í sjónum. Þeir hefðu verið nokkuð vel áttaðir og eftir það hefðu verið sendar niður tvær og tvær lykkjur í einu og þeir smeygt sér sjálfir í þær.

Hann sagði að flogið hefði verið með mennina upp á Keflavíkurflugvöll og þaðan farið með þá á sjúkrahús í Keflavík. Einn hefði verið orðinn mjög þrekaður, en hinir nokkuð sprækir miðað við aðstæður. Mennirnir hefðu verið vel búnir í vinnubjörgunarbúningum og í uppblásanlegum björgunarvestum.

Brimskaflar

Í áhöfn TF-LÍF eru fimm manns, en í þessari ferð voru sex, þar sem til stóð að setja einn mann um borð í flutningaskipið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert