Viðkvæm fuglasvæði á Reykjanesi í hættu

Unnið var að því í dag að ryðja veg niður …
Unnið var að því í dag að ryðja veg niður að strandstaðnum við Hvalsnes á Reykjanesi. mbl.is/ÞÖK

Fátt vinnur með björgunaraðilum og Umhverfisstofnun í baráttuni gegn yfirvofandi mengunarslysi vegna flutningaskipsins Wilson Muuga, sem geymir 137 tonn af olíu í tönkum sínum. Á blaðamannafundi Umhverfisstofnunar, sem haldinn var nú síðdegis, kom m.a. fram að hætta er á að olían leki úr skipinu og dreifist um viðkvæm fuglasvæði.

Hvassviðri, vaxandi straumur sem nær hámarki á laugardaginn og skammdegi vinnur gegn björgunarstörfum en á hinn bóginn lekur ekki olía úr skipinu þrátt fyrir að botntankar þess séu rifnir. Í botntönkunum eru 70 tonn af svartolíu en ofar í skipinu eru 50 tonn. Sjór lyftir olíunni í botntönkunum sem gerir það að verkum að hún hefur enn ekki lekið út.

Einnig eru 17 tonn af dísilolíu í geymi aftur í skipinu en talið er að sá geymir sé heill.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert