Vottaði dönsku þjóðinni samúð

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi Margréti Danadrottningu samúðarkveðju í dag vegna láts dansks sjómanns á varðskipinu Triton í gærmorgun.

Kveðjan er eftirfarandi:

„Ég votta yðar hátign og dönsku þjóðinni einlæga samúð vegna hins sviplega fráfalls Jan Nordskov Larsen sjóliðsforingja sem drukknaði við björgunarstörf undan ströndum Íslands.

Hugur Íslendinga er með fjölskyldu hans og vinum og við biðjum yðar hátign að flytja þeim einlægar samúðarkveðjur.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert