Minningarathöfn um Jan Nordskov Larsen

Frá minningarathöfninni um borð í Triton
Frá minningarathöfninni um borð í Triton mbl.is/Kristinn

Minningarathöfn um danska sjóliðsforingjann Jan Nordskov Larsen sem fórst við björgunarstörf við Hvalsnes á þriðjudaginn hófst nú á tólfta tímanum um borð í varðskipinu Triton.

Varðskipsmenn af danska varðskipinu Triton freistuðu þess á þriðjudagsmorgun að fara að flutningaskipinu Wilson Muuga, sem strandaði aðfararnótt þriðjudags undan Sandgerði. Bát þeirra hvolfdi í briminu og fóru átta varðskipsmenn í sjóinn og fórst Jan Nordskov Larsen en annar skipverji slasaðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert