Bæjarráð Sandgerðisbæjar segist telja algjört forgangsatriði að olíu úr Wilson Muuga verði hið fyrsta komið á land til að koma í veg fyrir umhverfisslys á fjörum og við strendur bæjarfélagsins af völdum olíumengunar.
Í yfirlýsingu, sem bæjarráð samþykkti á aðfangadag segir, að gæta þurfi fyllsta öryggis á strandstað og að starfsmönnum verði ekki stefnt í voða. Því hafi bæjarráð fullan skilning á að taka þurfi mið af aðstæðum en ákveðið var í síðustu viku vegna veðurs að fresta því þar til í dag, að hefja vinnu við að dæla olíu úr skipinu.