Harður árekstur á Höfn í Hornafirði

Harður árekst­ur varð á mót­um Kirkju­braut­ar og Vík­ur­braut­ar á Höfn í Hornafirði um klukk­an hálf tvö í dag. Einn var í hvor­um bíl en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu urðu ekki meiðsl á fólki og má senni­lega rekja það til notk­un­ar ör­ygg­is­belta og þess að líkn­ar­belg­ur sprakk út við árekst­ur­inn. Ann­ar bíll­inn er hins veg­ar tal­inn ónýt­ur og hinn er tölu­vert skemmd­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert