Danski varnarmálaráðherrann heiðrar starfsmenn Landhelgisgæslunnar

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar heiðraðir. Søren Gade og Björn Bjarnason eru í …
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar heiðraðir. Søren Gade og Björn Bjarnason eru í miðjum hópnum. mbl.is/Ásdís

Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, veitti við athöfn sem fram fór í höfuðstöðvum Landhelgisgæslu Íslands klukkan 10 í dag starfsmönnum Landhelgisgæslunnar sem unnu að björgun sjómanna af danska varðskipinu Triton þann 19. desember sl., heiðursviðurkenningu.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í dag munu Søren Gade og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra í dag undirrita samkomulag milli ráðuneyta sinna um aukið samstarf Landhelgisgæslunnar og dönsku strandgæslunnar.

Søren Gade er staddur á Íslandi í boði Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert