Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir manni

Sigurður Hólm Sigurðsson.
Sigurður Hólm Sigurðsson.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Hólm Sigurðssyni. Sigurður, sem er 43 ára, er grannvaxinn og stuttklipptur. Hann er 184 cm á hæð og er klæddur í svartan, síðan leðurjakka, dökkbláar buxur og svarta skó.

Síðast sást til Sigurðar um ellefuleytið í morgun við Landspítalann við Hringbraut.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert