Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.isAðeins fundust örfáir olíusmitaðir fuglar í gær og er það mikil breyting frá því um helgina þegar hundruð fugla sáust með bletti í fiðri. Ekki hefur fundist neinn dauður fugl af þessum orsökum. "Þótt þetta sé alltaf slæmt er það mál manna að ekki sé um þann fjölda fugla að ræða eða tegundir að þetta ógni fuglastofnum. Við teljum ekki að bráð hætta stafi af þessu," segir Helgi Jensson, forstöðumaður hjá Umhverfisstofnun.
Þarabingir löðrandi í olíu
Í hnotskurn
» Örfáir olíusmitaðir fuglar fundust í gær, aðeins brot af því sem sást um helgina.
» Upptök mengunarinnar eru ókunn. Hvorki hafa sést olíuflekkir á sjó né olíumengun á landi þar sem flestir olíublautu fuglarnir eru.
» Tekin verða sýni af menguðum fuglum og olíumengaðri tjörn á Hvalsnesi í þeim tilgangi að kanna uppruna mengunarinnar. Sýnin verða m.a. borin saman við sýni af olíu sem dælt var úr strandaða flutningaskipinu Wilson Muuga.