Skoða þarf betur mengað svæði í nágrenni Sandgerðis og Garðs

Olíublautur þari út um allt í kringum strandsstað Wilson Muuga.
Olíublautur þari út um allt í kringum strandsstað Wilson Muuga. mbl.is/ÞÖK

Starfsmenn Náttúrustofu Reykjaness flugu ásamt fulltrúum Umhverfisstofnunar yfir svæði í nágrenni Sandgerðis og Garðs í gær án þess þó að sjá neina olíumengun. Hins vegar fannst dauð og olíublaut æðarkolla við Hvalsnes þar sem flutningaskipið Wilson Muuga hefur legið á strandstað í rúma tvo mánuði. Er fuglinn hinn fyrsti sem finnst dauður úr olíumengun.

Að sögn Sveins Kára Valdimarssonar, forstöðumanns NR, þarf að ganga fjörur og skoða viss svæði betur. Eru þetta svæði inn að Ósabotnum og Hvalsnes.

Sýnatökur vegna þeirrar olíu sem þegar hefur fundist við Garðskaga standa yfir hjá rannsóknarstofu olíufélaganna og segir Sveinn Kári áhugavert að fá niðurstöður úr þeim og fá því svarað hvort um sé að ræða svartolíu og þá jafnvel hvaðan hún hafi komið.

Samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar í gær er enn óljóst hvert olían sem fuglarnir hafa lent í á rætur sínar að rekja. Hins vegar ætti að vera unnt að ganga úr skugga um hvort hún er upprunnin úr flaki Wilson Muuga með rannsóknum á þeim sýnum sem hafa verið tekin.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert