Eldur kom upp í vélaverkstæði í 200 fermetra húsnæði við Stapahraun 2 í Hafnarfirði klukkan 18.20. Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarinnar er á svæðinu og eru að sögn varðstjóra að ráða niðurlögum eldsins eftir að hafa rofið þakið. Það voru starfsmenn verkstæðisins sem gerðu slökkviliðinu viðvart, þeir höfðu verið við vinnu sína og við rafsuðu kviknaði í húsnæðinu, eldur fór í millivegg og loftræstistokk. Engin slys urðu á mönnum.