Eignir á gamla varnarsvæðinu verða auglýstar til sölu eða leigu á næstu dögum, þar á meðal stórt flugskýli, sem er um 12 þúsund fermetrar, og eignir sem standa í grennd við flugvöllinn sjálfan.
Alls fékk Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar til umsýslu 273 mannvirki á gamla varnarsvæðinu sem einu sinni var sjötta stærsta byggðarlag landsins.
Að sögn Magnúsar Gunnarssonar stjórnarformanns verður farið hægt í að finna hlutverk fyrir þorpið sem samanstendur af um tvö þúsund íbúðum og fjölbreyttu þjónustuhúsnæði. Á annað hundrað tillagna hefur borist og hefur verið vel tekið í hugmyndir um hverslags skólastarf. Er þá fyrst og fremst horft til háskóla sem væri áhugavert fyrir alþjóðasamfélagið að sækja á Íslandi, en bæði orkugeirinn og sjávarútvegurinn hafa verið nefndir í því sambandi.
Nánar er fjallað um varnarsvæðið í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.