Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að niðurstaða Hæstaréttar í gær um frávísun ákæru á hendur þremur núverandi og fyrrverandi forstjórum olíufélaga, væri mikill léttir og málinu væri nú endanlega lokið gagnvart einstaklingum.
„Með dómi Hæstaréttar kemur umbúðalaust fram að allur þessi málatilbúnaður er ekki á neinum rökum reistur," segir Kristinn og bendir á að dómurinn sé jafnframt ákveðinn vendipunktur í málaferlum á hendur olíufélögunum.
Hvorki Einar Benediktsson né Geir Magnússon vildu tjá sig um málið að svo stöddu.