Björgunarbátum Wilson Muuga siglt í land

Björgunarbátur látinn síga úr Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes.
Björgunarbátur látinn síga úr Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes. mbl.is/Reynir

Báðir björgunarbátar flutningaskipsins Wilson Muuga voru settir í sjóinn á flóðinu í dag og var bátunum, sem eru vélknúnir, siglt fyrir eigin vélarafli til Sandgerðis. Björgunarsveitarmenn frá Sigurvon fylgdu bátunum til hafnar á björgunarbátnum Sigga Guðjóns. Ferðin gekk vel þrátt fyrir að smá alda væri á leiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert