Wilson Muuga tilbúið fyrir brottför af strandstað

Wilson Muuga á strandstað og þyrla Landhelgisgæslunnar á sveimi yfir.
Wilson Muuga á strandstað og þyrla Landhelgisgæslunnar á sveimi yfir. mbl.is/ÞÖK
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is

Í meginatriðum er skipið svo gott sem tilbúið til "brottfarar" en síðustu daga hefur verið unnið að því að prófa þéttingar í hólfum og vinna í rafmagninu. Verkefnið minnir um margt á björgun Samherjaskipsins Baldvins Þorsteinssonar sem strandaði í Meðallandsfjöru í mars 2004. Til stendur að flytja Wilson til Hafnarfjarðar og hugsa upp næstu skref þar.

Það er ekki hlaupið að því að koma stærðar flutningaskipi af strandstað. Fyrir utan viðgerðir á vettvangi hefur þurft að undirbúa sjálfan dráttinn með því að bora sérstakar holur í lítil sker úti í sjó aftan við skipið en í þau verða fest stýritóg til að fyrirbyggja að skipið snúist í vindi þegar tekið verður í það. Þegar drátturinn hefst er skipið sem múlbundið við skerin og þarf að draga það út um einskonar hlið á milli þeirra. Ekki nóg með þetta, því tvö stýritóg eru líka á hvoru borði að framanverðu og ná upp í klappir við ströndina og loks er fimmta tógið fest í stefnið og bundið við land. Með þessum hætti er skipinu "miðað" út á hárnákvæman fyrirhugaðan feril þegar það verður dregið út. Það eina sem nú þarf til að fullkomna verkið er hægviðri, en undanfarnar vikur hefur verið heilmikill sjógangur og læti við skipið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert