Borgarstjóri: „Þetta er mjög döpur stund“

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri fylgdist náið með starfi slökkviliðsmanna í …
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri fylgdist náið með starfi slökkviliðsmanna í miðborginni í dag. mbl.is/ÞÖK

„Þetta er mjög döpur stund og það er mjög sárt að sjá þennan atburð gerast,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. Varðandi framhald mála sagði borgarstjóri að borgaryfirvöld muni nú ræða við eigendur þeirra húsa sem eldur braust út í í dag.

Þegar hann var spurður út það hvert framhaldið verði með húsin sem hafa brunnið sagðist Vilhjálmur vilja leggja á það áherslu að vernda hið sögufræga horn Lækjargötu og Austurstrætis. „Við munum núna borgaryfirvöld og skipulagsyfirvöld ræða við eigendur þessara húsa - en borgin á ekki þessi hús - um áframhaldandi skref. Ég legg áherslu á það að það verði gengið hratt til leiks og þetta verði ekki látið drolla í einhver misseri eða ár. Þetta er hjarta bæjarins og þarna verðum við að ganga vel um.“

Þá þakkaði hann slökkviliðinu og lögreglunni fyrir það mikla starf sem hefur verið unnið í miðborginni í dag. „Ég hef fylgst mjög náið með framgöngu slökkviliðsins og lögreglunnar sem er til fyrirmyndar. Við erum með alveg frábært slökkvilið og gott lögreglulið sem hefur gætt staðarins vel,“ sagði Vilhjálmur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka