Húsin sem brenna eru frá upphafi 19. aldar

mbl.is/Júlíus

Húsin við Austurstræti eru gömul og ljóst að eldur læsist um menningarverðmæti. Veitinga-og skemmtistaðurinn Pravda er í Austurstræti 22 sem er friðað hús, reist árið 1801-1802. Lækjargata 2, þar sem nú logar líka í, er byggt árið 1852 en er ekki friðað. Húsið vestanmegin við Pravda er gamli Hressingarskálinn sem er líka friðað hús og var byggt árið 1805.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert