Stórbruni í miðborginni

Mikill eldur er í húsinu við Austurstræti 22, þar sem veitingastaðurinn Pravda er til húsa, og hefur eldurinn nú einnig náð að breiðast í næsta hús á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns mbl.is sem er á staðnum standa eldtungur út um glugga hornhússins. Þá hefur hann eftir lögreglu að eldurinn breiðist hratt út í átt að Iðuhúsinu og að vindátt sé mjög óhagstæð. Reykkafarar hafa farið inn í húsin og hefur slökkvilið sprautað miklu magni af vatni á þau. Mikinn reyk leggur yfir miðborg Reykjavíkur og í átt að Hljómskálagarðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert