Altjónsstimpill á Wilson Muuga

Wilson Muuga dreginn af strandstað með dráttarbátum.
Wilson Muuga dreginn af strandstað með dráttarbátum. mbl.is/ÞÖK
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is

Ekki er ljós kostnaður við að fjarlægja flakið en Guðmundur bendir á að við verkefnið hafi verið keypt umtalsverð utanaðkomandi vinna ýmissa aðila. Reikna má með að eftir næstu mánaðamót liggi fyrir reikningskröfur þeirra og þar með heildarkostnaður við vinnu á strandstaðnum. Kostnaðaráætlun var um 40 milljónir upphaflega og verður það að skýrast hversu nálægt þeirri upphæð verkið mun kosta. Guðmundur bendir á að sumir kostnaðarliðir hafi hækkað, nýir komið til sögunnar og aðrir lækkað.

Kaupverð skipsins er trúnaðarmál samkvæmt samkomulagi aðila og segir Guðmundur enga bakþanka hjá aðilum.

Benda má á að skipið fer fyrir lítið fé. Það lá á strandstað nærfellt í 4 mánuði, eða frá 19. desember 2006 til 17. apríl sl. Í siglingalögum er kveðið á um möguleika útgerðar til að takmarka ábyrgð sína þegar strand sem þetta á sér stað og til að geta borið fyrir sig reglur um bótatakmörkunarrétt á grundvelli siglingalaga þurfa eigendur að standa frammi fyrir beinharðri kröfu um áfallinn kostnað vegna aðgerða til að fyrirbyggja mengun að því er Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við HR, hefur bent á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert