Engey RE-1 fer til veiða við strendur Afríku

Engey RE 1.
Engey RE 1. mbl.is/Eyþór

Engey RE-1, sem Samherji hf. keypti af HB Granda hf. þann 20. mars sl., fer innan tíðar til veiða við strendur Afríku á vegum erlends dótturfélags Samherja. Veiðarnar eru liður í að styrkja erlenda starfsemi Samherja.

Samherji fékk skipið afhent þann 22. mars sl. og hefur gert það út til kolmunnaveiða. Skipið kom til löndunar á Neskaupstað í dag og á eftir að fara í eina veiðiferð til viðbótar.

Fram kemur á heimasíðu Samherja, að Magnús Guðmundsson hefur verið ráðinn skipstjóri á skipinu frá og með miðjum maí. Magnús hefur víðtæka reynslu af veiðum við strendur Afríku en hann hefur verið skipstjóri á skipum sem gera út frá Máritaníu og Marokkó síðastliðin 9 ár. Gert er ráð fyrir að um 80 manns verði í áhöfn skipsins, þar af 5-7 Íslendingar.

Skipið fer í slipp til Þýskalands um miðjan maí þar sem gerðar verða á því nauðsynlegar breytingar fyrir Afríkuförina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert