10 milljón kaloríur hafa brunnið

mbl.is/Kristinn

Þeir 6480 þátttakendur, sem skráðir eru í fyrirtækjaleikinn Hjólað í vinnuna, hafa nú lagt að baki 314.381 kílómetra, sparað 61 tonn af koldíoxíðútblæstri og brennt 10 milljónir kaloríur þær tvær vikur sem átakið hefur staðið yfir.

Á heimasíðu átaksins segir, að í útreikningum Sigðurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkusetursins, komi einnig fram að bensínsparnaður miðað við 115 krónur á lítra sé orðinn tæpar 4 milljónir króna. Útreikningar Sigurðar miðast við meðalfólksbíl, þátttökutölur og þann km fjölda sem nú þegar hefur verið farin.

Heimasíða Hjólað í vinnuna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert