Lýst eftir vitnum að umferðaóhappi

Fimmtudaginn 31. maí sl., á tímabilinu milli 13:30 og 14:00 var ekið á hjólreiðamann við gatnamót Klukkurima/Langarima í Reykjavík.  Um var að ræða gráa fólksbifreið af óþekktri tegund.  Ökumaður, karlmaður milli fertugs og fimmtugs ræddi við reiðhjólamanninn á vettvang og ók honum á heilsugæslu.

Í ljós er komið að reiðhjólamaðurinn er með verulega áverka og er því mikilvægt að ná tali af ökumanni bifreiðarinnar. Ökumaður, eða þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert