Sturla: Kvótakerfið hefur mistekist

Sturla Böðvarsson forseti Alþingis sagði að kvótakerfið hefði mistekist.
Sturla Böðvarsson forseti Alþingis sagði að kvótakerfið hefði mistekist. mbl.is

Í hátíðarræðu sagði Sturla Böðvars­son fyrr­um sam­gönguráðherra og for­seti Alþing­is að kvóta­kerfið hefði mistek­ist og kallaði hann eft­ir breyt­ing­um til að viðhalda byggð í sjáv­ar­pláss­um. „Áform okk­ar um að byggja upp fiski­stofn­ana með kvóta­kerf­inu sem stjórn­kerfi fisk­veiða virðist hafa mistek­ist," sagði Sturla í ræðu sinni.

Ræðan í heild sinni:
Ágætu þjóðhátíðargest­ir
Mér er það sér­stakt fagnaðarefni að ávarpa ykk­ur hér á Ísaf­irði í þessu stór­brotna um­hverfi í til­efni þjóðhátíðar okk­ar Íslend­inga.
Ég vil nota þetta tæki­færi til þess að óska ykk­ur til ham­ingju með menn­ing­ar­hús­in ykk­ar sem hafa verið tek­in í notk­un nú síðast Ed­in­borg­ar­húsið sem mun setja ríku­leg­an svip á menn­ing­ar­lífið í bænn­um.

Fæst­ir núlif­andi Íslend­inga gera sér grein fyr­ir því, hví­líkt krafta­verk það hef­ur verið fyr­ir frels­is­hetj­una okk­ar , Vest­f­irðing­inn Jón Sig­urðsson að standa gegn of­ur­efli hins danska valds. Hæst reis styrk­ur hans á Þjóðfund­in­um sem hald­inn var í Reykja­vík árið 1851.

Hann reis gegn er­lendu valdi og kjark­ur hans og sann­fær­ing end­ur ómar í þeirri þekktu setn­ingu ,,vér mót­mæl­um all­ir" þegar hinir kjörnu þjóðfund­ar­full­trú­ar voru of­urliði born­ir af emb­ætt­is­manni dönsku stjórn­ar­inn­ar.
Með þrot­lausri vinnu og trú hug­sjón­ar­manna á mögu­leika lands­ins og á ís­lenska menn­ingu feng­ust rétt­indi ís­lensku þjóðar­inn­ar og sjálf­stæði með stjórn­ar­skránni árið 1874, með full­veld­inu 1918 og síðan með fullu sjálf­stæði við lýðveld­is­stofn­un­ina 17. júní 1944.

Við minn­umst þessa þess mikla viðburðar í sögu þjóðar­inn­ar í dag .
Í til­efni af­mæl­is lýðveld­is­ins er ástæða til þess að lit­ast um í sam­fé­lagi okk­ar Íslend­inga og ráða í rún­ir framtíðar okk­ar í þessu dreif­býla landi sem lands­námamaður­inn Hrafna Flóki gaf það kulda­lega en tign­ar­lega nafn, Ísland.

Nafnið Ísland lýs­ir e.t.v. vel þeirri hörðu lífs­bar­áttu sem um ald­ir hef­ur verið háð í land­inu af kyn­slóðum sem nú hafa skilað okk­ur sam­fé­lagi í fremstu röð þjóða heims­ins. Á hvaða mæli­kv­arða sem hag­sæld okk­ar er mæld erum við Íslend­ing­ar vel sett og breyt­ing­in til fram­fara hef­ur orðið hvað mest síðustu tvo ára­tugi. Engu að síður er margt ógert sem við vilj­um koma í fram­kvæmd til hags­bóta fyr­ir land og lýð.

Því verður ekki á móti mælt að okk­ur Íslend­ing­um hef­ur tek­ist að skapa aðstæður sem gefa okk­ur mörg tæki­færi. Okk­ur hef­ur tek­ist að nýta auðlind­ir okk­ar á þann veg að lífs­kjör­in hafa verið að batna ár frá ári. Fjár­fest­ing í mennt­un og þekk­ingu hef­ur skilað sér í auk­inni hag­sæld og nýt­ingu mik­il­vægra tækni­fram­fara svo sem fjar­skipta og upp­lýs­inga­tækni sem fær­ir okk­ur nær mörkuðum stórþjóðanna og viðskipt­um sem skapa nýja vídd og aukna mögu­leika fyr­ir okk­ur hvar sem við búum í land­inu.

Upp­bygg­ing í innviðum sam­fé­lags­ins hef­ur verið mik­il. Hrein bylt­ing er að verða í fjar­skipt­um og ekki síður í sam­göng­um hér á Vest­fjörðum á grund­velli þeirra áætl­ana sem ég fékk samþykkt­ar sem sam­gönguráðherra.

Nýr veg­ur um Djúpið um Mjóa­fjörð, nýr veg­ur um Arn­kötlu­dal verður að veru­leika á næsta ári og jarðgöng milli Hnífs­dals og Bol­ung­ar­vík­ur eru í sjón­máli. Með þess­um mik­il­vægu fram­kvæmd­um breyt­ast aðstæður ykk­ar Vest­f­irðinga mikið og eyk­ur ör­yggi veg­far­enda jafnt að sumri sem vetri.

Á suður fjörðum Vest­fjarða eru jafn­framt mikl­ar vega­bæt­ur framund­an. Stefna verður að því að tengja suður og norður firði á sem skemmst­um tíma að öðrum kosti tap­ast þau tæki­færi sem fást með því að byggðirn­ar séu tengd­ar sam­an með góðum sam­göng­um allt árið. Breytt­ar aðstæður at­vinnu­mála vegna fyr­ir­sjá­an­legra mink­andi þorskveiða kall­ar á hraðari upp­bygg­ingu sam­göngu­kerf­is­ins en ætlað var. Und­an því verður ekki vikist.

Áform okk­ar um að byggja upp fiski­stofn­ana með kvóta­kerf­inu sem stjórn­kerfi fisk­veiða virðist hafa mistek­ist. Sú staða kall­ar á alls­herj­ar upp­stokk­un á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu ef marka má niður­stöðu Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar. Staðan í sjáv­ar­út­vegs­mál­um er því mjög al­var­leg og kall­ar á breyt­ing­ar ef sjáv­ar­byggðirn­ar eiga ekki að hrynja. Margt bend­ir til þess að afla­heim­ild­ir safn­ist á hend­ur fárra út­gerða sem leggja skip­um sín­um til lönd­un­ar í út­flutn­ings­höfn­un­um og herða enn frek­ar á þensl­unni í at­vinnu­líf­inu þar, allt í nafni hagræðing­ar sem mun koma hart niður á þeim byggðum sem allt eiga und­ir veiðum og vinnslu sjáv­ar­fangs.

Ástandið og horf­urn­ar í minni sjáv­ar­byggðunum er mjög al­var­leg­ar ef draga verður úr veiðum og sú staða kem­ur flest­um á óvart. Miðað við afla­brögðin við Breiðafjörð á síðustu vertíð hvarflaði það ekki að nokkr­um manni þar að við ætt­um eft­ir að standa frammi fyr­ir því að skera enn niður veiðiheim­ild­ir á næsta fisk­veiðiári.

En hvað er framund­an á Vest­fjörðum við þess­ar aðstæður. Umræðan um at­vinnu­mál á Vest­fjörðum og þróun byggðanna hef­ur verið áber­andi.

Sveifl­ur í þorskveiðum og framsal afla­heim­ilda milli ver­stöðva ógn­ar nú at­vinnu­líf­inu og byggðunum. Við það verður ekki búið. Við verðum að snúa vörn og und­an­haldi í sókn.

Við verðum að skapa skil­yrði hér til þess að unga fólkið sem á hér ræt­ur jafnt sem ný­bú­ar geti búið hér og starfað við þau verk­efni sem þau hafa menntað sig til að sinna.

Og ég lít á það sem hlut­verk stjórn­valda í sam­starfi við at­vinnu­lífið að skapa þau skil­yrði sem þarf til þess að at­vinnu­lífið geti staðið und­ir þeirri sam­fé­lags gerð sem við vilj­um að þró­ist hér á Vest­fjörðum til jafns við aðra lands­hluta ef fram fer sem horf­ir með sjáv­ar­út­veg­inn.

En hvað er til ráða. Ég full­yrði að þing­menn kjör­dæm­is­ins eru sam­stíga í því að vilja vinna sam­an að lausn mála. Leiðirn­ar sem þing­menn vilja fara eru hins­veg­ar ólík­ar. Þau sjón­ar­mið þarf að leiða sam­an til far­sælla lausna svo íbú­arn­ir finni sér far­veg til fram­taks og aðgerða því fram­tak ein­stak­ling­anna er lyk­ill­inn að fram­förum. Við eig­um að nota af­mæl­is­dag lýðveld­is­ins til að strengja þess heit að vinna sem best sam­an í þágu gró­andi þjóðlífs.

Nú verða all­ir að láta verk­in tala og ganga til sam­starfs við það öfl­uga fólk sem þið Vest­f­irðing­ar hafið valið til þess að leiða bæj­ar­fé­lög­in á Vest­fjörðum og ekki síður að leita sam­a­starfs við for­ystu­menn at­vinnu­lífs­ins og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um lausn­ir sem duga til þess að efla at­vinnu­lífið á Vest­fjörðum til fram­búðar. Það verður ekki gert með út­hlut­un byggðakvóta. Um það verður aldrei sátt til fram­búðar.

Í umræðum um þróun byggðar og efl­ingu fjöl­breytts at­vinnu­lífs hef­ur mikið verið rætt um nauðsyn þess að fjölga op­in­ber­um störf­um. Allt er það eðli­legt og nauðsyn­legt. Stjórn­völd eiga að færa sem mest af störf­um hins op­in­bera út í lands­hlut­ana og skapa til þess skil­yrði. Ekki síst þau störf sem er ætlað að sinni þjón­ustu við fólkið úti á lands­byggðinni. Ég tel aug­ljóst að Há­skóla­setrið hér á Ísaf­irði þró­ist til þess að verða há­skóli með öll­um þeim mögu­leik­um sem slíkri starf­semi fylg­ir. Stór efla þarf rann­sókn­ir tengd­ar þeim stofn­un­um og há­skóla­starf­semi sem nú þega er til staðar hér á Ísaf­irði.

En vöxt­ur í heil­um lands­hluta verður ekki byggður upp með þeim ein­um sem eru op­in­ber­ir starfs­menn. Heima­menn með eðli­leg­um stuðningi stjórn­valda verða að efla aðra hluta at­vinnu­lífs á Vest­fjörðum með auk­inni hlut­deild í sjáv­ar­út­vegi svo nærri gjöf­ul­um fiski­miðum sem byggðir Vest­fjarða eru; með því að efla ferðaþjón­ust­una sem ég tel að eigi sér mikla mögu­leika á Vest­fjörðum ; með hvers­kon­ar þjón­ust­u­starf­semi og iðnaðar upp­bygg­ingu.

Ég tel nauðsyn­legt að gengið verði úr skugga um það að þeir kost­ir sem tengj­ast olíu­hreins­un­ar­stöð verði til skoðunar. Það má ekki minna vera en að stjórn­völd leggi til fjár­muni til þess að láta meta staðar­vals­kosti á Vest­fjörðum fyr­ir slíka starf­semi sem auðvitað verður að upp­fylla all­ar ýtr­ustu kröf­um um ör­yggi og um­hverf­is­vernd sem gilda um slíka starf­semi hér á landi. En við meg­um eng­an tíma missa. Við verðum að leggja til hliðar for­dóma gagn­vart slíkri iðnaðar­starf­semi og við verðum að skjóta styrk­um stoðum und­ir at­vinnu lífið til þess að tryggja af­komu okk­ar sem þjóðar.

Aðrir lands­hlut­ar svo sem höfuðborg­ar­svæðið, Suður­nes og miðaust­ur­land munu efl­ast með stóriðjunni og vegna vax­andi fjár­mála­starf­semi, stjórn­sýslu, þjón­ustu op­in­berra stofn­ana sem starfa á landsvísu mun höfuðborag­ar­svæðið stöðugt efl­ast. Þeir lands­hlut­ar verða að gefa eft­ir hlut­deild­ina í sjáv­ar­út­vegi til þeirra lands­hluta sem geta best nýtt fiski­miðin á hag­kvæm­an hátt og skapað vinnu við sjáv­ar­út­veg­inn.

Til þess að auka hag­kvæmni at­vinnu­lífs­ins hér á Vest­fjörðum þarf að tryggja hraða upp­bygg­ingu innviða svo sem sam­göngu­kerf­is­ins og tryggja með lög­gjöf greiðari aðgang að fiski­miðunum frá sjáv­ar­byggðunum sem allt eiga und­ir nýt­ingu sjáv­ar­fangs­ins t.d. með aukn­um veiðiheim­ild­um dagróðrabáta og al­menn­um aðgerðum sem muni leiða til þess að út­gerðin fær­ist aft­ur til þeirra svæða þar sem spenn­an er minni á vinnu­markaði og hag­kvæm­ast er að gera út frá. Slík­ar aðgerðir hljóta að koma til skoðunar við end­ur­skoðun og end­ur­mat á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu hjá okk­ur sem er óhjá­kvæmi­legt.

Ágætu hátíðargest­ir
Á þess­um degi lít­um við yfir sviðið og horf­um til framtíðar okk­ar sem þjóðar. Við eig­um að spyrja spurn­inga sem varða hags­muni okk­ar sem heild­ar. Í hverju eru mestu verðmæti okk­ar fólg­in og hverj­ar eru hætt­urn­ar.

Hver eru verðmæti þess að eiga tungu­mál sem á í varn­ar­bar­áttu gagn­vart áhrif­um enskr­ar tungu og þar með bók­mennta arf­ur okk­ar, hvers virði er aðgang­ur að auðlind­um til lands og sjáv­ar sem við get­um nýtt með sjálf­bær­um hætti, hvers virði er það sjálf­stæði okk­ar á vett­vangi alþjóðasam­fé­lags­ins sem við eig­um á hættu að glata í skipt­um fyr­ir viðskipta­hags­muni, hvar ligg­ur styrk­ur okk­ar sem vopn­laus þjóð sem gæti staðið frami fyr­ir of­ur­valdi hryðju­verka­manna.

Allt eru þetta spurn­ing­ar sem við þurf­um að velta upp ekki síst á vett­vangi þings­ins.
Sem smáþjóð mitt á milli Evr­ópu­sam­bands ríkj­anna og Banda­ríkja Norður Am­er­íku verðum við að vera á verði um sjálf­stæði okk­ar og hags­muni. Bæði gagn­vart of­ur­valdi stórþjóðanna, en einnig gagn­vart þeim ein­stak­ling­um og stór­fyr­ir­tækj­um sem vilja drottna í krafti stærðar eða viðskipta­legra afls­muna. Það sannaðist við brott­för varn­ar­liðsins að stórþjóðirn­ar sýna smáþjóðum tak­markaða virðingu.

Sterk­asta varn­ar­lið okk­ar er fólgið í sjálf­stæði og stefnu­festu í alþjóðasam­starfi, ráðdeild, efna­hags­leg­um stöðug­leika og fyr­ir­hyggju við upp­bygg­ingu at­vinnu­veg­anna og sam­stöðu um að byggja landið allt og nýta auðlind­irn­ar frá byggðunum sem næst­ar eru.

Við verðum að sækja styrk okk­ar inn á við með sama hætti og frels­is­hetj­an Jón Sig­urðsson gerði á sín­um tíma. Hann sótti fylgi sitt og styrk til fólks­ins á Vest­fjörðum og úr byggðum Breiðafjarðar. Þar stóðu ræt­ur hans djúpt þegar á reyndi. Hann byggði hug­mynd­ir sín­ar um fram­far­ir á versl­un­ar frelsi og trú á ein­stak­ling­inn. Hann náði ár­angri vegna þess að hann hafði stuðning fólks­ins.

Með sama hætti verða stjórn­mála­menn í dag að sækja fram til sókn­ar og varn­ar í nánu sam­starfi við íbúa kjör­dæm­is­ins í þjóðar þágu.

Sem for­seti Alþing­is mun ég beita áhrif­um mín­um í ykk­ar þágu ágætu Vest­f­irðing­ar og víkja hvergi fyr­ir þeim sem er Þránd­ur í götu hags­muna kjör­dæm­is­ins. Hér eiga að geta verið öll skil­yrði til vaxt­ar og vel­gengni. Við skul­um sam­ein­ast um að Ísa­fjarðarbær og nær­liggj­andi byggðir efl­ist á kom­andi árum.

Ég óska öll­um Vest­f­irðing­um til ham­ingju með dag­inn. Gleðilega þjóðhátíð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka